Eygló Fanndal Sturludóttir var í dag tilnefnd sem lyftingakona ársins 2024 af Evrópska lyftingasambandinu.
RÚV
Eygló á að baki stórkostlegt ár. Hún varð Evrópumeistari ungmenna og hlaut þar hæstu stig þvert á alla þyngdarflokka. Auk þess setti hún Norðurlandamet í fullorðinsflokki og tryggði sér Norðurlandameistaratitilinn í -71 kg flokki.
Á heimsmeistaramótinu í ólympískum lyftingum náði hún fjórða sæti í -71 kg flokki. Næst mun hún keppa á Evrópumeistaramótinu í Moldóvu í apríl.