Víkingar munu endurheimta Íslandsmeistaratitilinn úr höndum Breiðabliks en ÍBV og Vestri falla, ef árleg spá fyrirliða, þjálfara og formanna félaganna í Bestu deild karla gengur eftir. Spáin var kynnt á blaðamannafundi nú í hádeginu.
Flestir eru sammála um að Víkingar, sem fengu 22 atkvæði í efsta sæti muni vinna titilinn en 35 atkvæði voru greidd. Níu spáðu að Breiðablik myndi verja titilinn. Besta deild karla hefst á laugardaginn með leik Breiðabliks og Aftureldingar.