2. apríl 2025 kl. 13:04
Íþróttir
Fótbolti

Vík­ing­um spáð Ís­lands­meist­ara­titl­in­um í fót­bolta

Víkingar munu endurheimta Íslandsmeistaratitilinn úr höndum Breiðabliks en ÍBV og Vestri falla, ef árleg spá fyrirliða, þjálfara og formanna félaganna í Bestu deild karla gengur eftir. Spáin var kynnt á blaðamannafundi nú í hádeginu.

Flestir eru sammála um að Víkingar, sem fengu 22 atkvæði í efsta sæti muni vinna titilinn en 35 atkvæði voru greidd. Níu spáðu að Breiðablik myndi verja titilinn. Besta deild karla hefst á laugardaginn með leik Breiðabliks og Aftureldingar.

Spá Bestu deildar karla 2025

  1. Víkingur
  2. Breiðablik
  3. Valur
  4. KR
  5. Stjarnan
  6. ÍA
  7. FH
  8. KA
  9. Fram
  10. Afturelding
  11. Vestri
  12. ÍBV

Víkingur Breiðablik 27. október 2024
RÚV / Mummi Lú