Meistardeildarvonir Aston Villa lifa góðu lífi eftir 2-1 sigur á Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þetta er þriðji sigur Villa í röð en Forest hafði unnið þrjá leiki í röð fram að þessu tapi.
Forest er með 57 stig í þriðja sæti deildarinnar en Aston Villa 51 stig í 6. sæti, eins og Man City sem er í fimmta sæti. Chelsea er með 52 stig í fjórða sæti.
Donyell Malen kom Aston Villa í 2-0 á 15. mínútu.AP/PA / Jacob King
Úrslit dagsins
Everton - Arsenal 1-1 Crystal Palace - Brighton 2-1 Ipswich - Wolves 1-2 West Ham - Bournemouth 2-2 Aston Villa - Nott. Forest 2-1