5. apríl 2025 kl. 19:07
Íþróttir
Fótbolti

Aston Villa stoppaði Forest

Meistardeildarvonir Aston Villa lifa góðu lífi eftir 2-1 sigur á Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þetta er þriðji sigur Villa í röð en Forest hafði unnið þrjá leiki í röð fram að þessu tapi.

Forest er með 57 stig í þriðja sæti deildarinnar en Aston Villa 51 stig í 6. sæti, eins og Man City sem er í fimmta sæti. Chelsea er með 52 stig í fjórða sæti.

Aston Villa's Donyell Malen celebrates after scoring his side's second goal during the English Premier League soccer match between Aston Villa and Nottingham Forest, at Villa Park, Birmingham, England, Saturday April 5, 2025. (Jacob King/PA via AP)
Donyell Malen kom Aston Villa í 2-0 á 15. mínútu.AP/PA / Jacob King

Úrslit dagsins

Everton - Arsenal 1-1
Crystal Palace - Brighton 2-1
Ipswich - Wolves 1-2
West Ham - Bournemouth 2-2
Aston Villa - Nott. Forest 2-1