Þrír íslenskir keppendur tóku þátt á Swedish Open, alþjóðlegu móti í ólympísku taekwondo.
Leo Anthony Speight keppti í -68 kg fullorðinsflokki og lauk keppni með bronsverðlaun. Leo vann þar með sín sjöttu G-verðlaun sem er virkilega góður árangur. Aðrir Íslendingar hafa samanlagt unnið sex slíkar medalíur á undanförnum 10 árum.
Taekwondosamband Íslands.
Hinn 17 ára gamli Guðmundur Flóki Sigurjónsson keppti í fullorðinsflokki og var þetta hans annað mót í þeim flokki. Guðmundur Flóki endaði í 5. sæti.
Ingibjörg Erla Grétarsdóttir vann sinn fyrsta bardaga og komst í átta manna úrslit. Ingibjörg lauk keppni í 5. sæti.