Álfhildur Rósa Kjartansdóttir með boltann.Mummi Lú
Þróttur heldur áfram með góða byrjun sína í Bestu deild kvenna í fótbolta. Í kvöld vann liðið Val 1-3 á Hlíðarenda.
Lillý Rut Hlynsdóttir kom heimakonum yfir eftir 15 mínútna leik. Þórdís Elva Ágústsdóttir jafnaði metin á 35. mínútu. Freyja Karín Þorvarðardóttir kom svo Þrótturum yfir í byrjun seinni hálfleiks og María Eva Eyjólfsdóttir gerði endanlega út um leikinn á 80. mínútu.
Þróttur er með 13 stig í öðru sæti að fimm leikjum loknum. Breiðablik er einnig með 13 stig en með betri markatölu.
Þá sótti Þór/KA stigin öll í Fjarðabyggðarhöllina gegn liði FHL. Leikurinn var fjörugur og endaði með 2-5 sigri Akureyringa.