Karlalið Ármanns er komið upp í efstu deild í körfubolta í fyrsta sinn í 44 ár. Liðið vann Hamar í oddaleik í Laugardalshöll í kvöld, 91-85. Ármann leiddi 46-39 í hálfleik. 1.337 manns lögðu leið sína í höllina í kvöld.
Ármann lék síðast í úrvalsdeildinni tímabilið 1980-1981. Liðið lék áður 22 tímabil samfellt í efstu deild. Mikil gróska er í félaginu en kvennaliðið sneri aftur í efstu deild í vor og mun leika þar í fyrsta sinn frá 1960.
Cedrick Taylor Bowen var stigahæstur í liði Ármanns með 23 stig en Fotios Lampropoulos var stigahæstur hjá Hamri með 23 stig.
ÍA hafði þegar tryggt sæti sitt í efstu deild með því að vinna þá næstefstu.