Sjáðu mörkin: Markaflóð í Laugardalnum
Ótrúlegur leikur í Laugardal
Þróttur vann að lokum 6-3 sigur gegn Víkingum. Staðan var 3-0 í hálfleik en Þórdís Elva Ágústsdóttir skoraði þrennu.
Brynja Rán Knudsen skoraði stórglæsilegt mark og kom Þrótti í 4-0 í upphafi seinni hálfleiks. Bergdís Sveinsdóttir minnkaði muninn fyrir Víkinga en Unnur Dóra Bergsdóttir svaraði aftur fyrir Þrótt. Þá var staðan 5-1 en Víkingar voru ekki hættar.
Dagný Rún Pétursdóttir lagaði stöðuna fyrir Víkinga en Sigríður Theódóra Guðmundsdóttir skoraði sjötta mark Þróttar. Ísfold Marý Sigtryggsdóttir skoraði svo þriðja mark Víkinga.
Þar með er ljóst hvaða lið verða í 8-liða úrslitum en það eru: Víkingur, Valur, FH, HK, Breiðablik, ÍBV, Þróttur og Tindastóll.
Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan.
Mörkin: Valur áfram eftir framlengingu
Valskonur eru komnar í 8-liða úrslit eftir 2-3 sigur gegn Val eftir framlengingu.
Nadía Atladóttir kom Val yfir á 3. mínútu en Fram sneri taflinu sér í vil með mörkum frá Lily Anna Farkas á 10. mínútu og Öldu Ólafsdóttur á 23. mínútu.
Jasmín Erla Ingadóttir jafnaði metin á 66. mínútu. Staðan var jöfn eftir framlengingu.
Það var svo Jordyn Rhodes sem skoraði sigurmarkið á 111. mínútu.
Þriggja marka forskot í hálfleik
Þróttur leiðir 3-0 í hálfleik.
Í Úlfarsárdal leiðir Valur 2-3 gegn Fram í framlengingu. Fimm mínútur eru til leiksloka.
Þórdís Elva að fara illa með Víking
Þróttur er hreinlega að valta yfir Víking í Laugardalnum. Þórdís Elva Ágústsdóttir er komin með öll mörkin og heimakonur leiða 3-0. Þær virðast hreinlega geta bætt meira í.
39 mínútur eru liðnar.
Hver er sá besti ómaði eftir þriðja mark Þórdísar og Þróttarar kyrjuðu „Lifi“ eins og þeir gera þegar þeir eru í gír.
Sjáðu mörkin: FH og HK í 8-liða úrslit
FH og HK eru komin í 8-liða úrslit. FH vann Fylki 1-4. Markalaust var í leikhléi en í seinni hálfleik skoraði Maya Lauren Hansen tvö mörk. Síðan bætti Ída Marín Hermannsdóttir við tveimur mörkum. Öll mörkin fjögur komu á 18 mínútna kafla frá 51. til 69. mínútu. Eva Stefánsdóttir klóraði svo í bakkann fyrir HK.
Mörkin úr leik Fylkir - FH
HK vann Grindavík/Njarðvík
Þá vann HK lið Grindavíkur/Njarðvíkur 2-0 í Lengjudeildarslag. Markalaust var í hálfleik en mörk frá Karlottu Björk Andradóttur á 50. mínútu og Rakelu Evu Bjarnadóttur á 53. mínútu skutu HK í 8-liða úrslit.
Mörkin úr leik HK - Grindavík/Njarðvík
Sex lið komin áfram
Nú er ljóst að ÍBV, Valur, Breiðablik, HK, FH og Tindastóll eru komin í 8-liða úrslit.
Framlengt er í leik Fram og Vals þar sem staðan er 2-0.
Þróttur leiðir 2-0
Þróttur er 2-0 yfir gegn Víkingum en Þórdís Elva Ágústsdóttir skoraði bæði mörkin. Rétt tæplega 30 mínútur eru liðnar.
Mörkin úr Stjarnan - Tindastóll
Tindastóll vann 3-1 sigur eftir framlengingu.
Katherine Grace Pettet, María Dögg Jóhannesdóttir og Saga Ísey Þorsteinsdóttir skoruðu mörk Tindastóls
Snædís María Jörundsdóttir jafnaði metin fyrir Stjörnuna í uppbótartíma venjulegs leiktíma. Því þurfti að grípa til framlengingar.
Mörkin úr leik Stjarnan - Tindastóll
Flautað á í Laugardal
Búið er að flauta leik Þróttar og Víkinga á í Laugardalnum.
FH er 1-4 yfir gegn Fylki og HK er 2-0 yfir gegn Grindavík/Njarðvík. Þá er staðan jöfn í Úlfarsárdal, 2-2, í leik Fram og Vals. Það eru rúmlega tíu mínútur eftir af leiknum.
Tindastóll vann eftir framlengingu
Tindastóll er komið í 8-liða úrslit eftir 1-3 sigur gegn Stjörnunni. Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma.
Katherine Grace Pettet kom Tindastól yfir á 58. mínútu. Það leit allt út fyrir að Tindastóll væri búið að tryggja sig áfram en Snædís María Jörundsdóttir jafnaði metin í uppbótartíma.
Í framlengingu reyndust gestirnir sterkari og María Dögg Jóhannesdóttir skoraði á 94. mínútu. Saga Ísey Þorsteinsdóttir gulltryggði svo sigurinn á 114. mínútu.
Fram sneri taflinu sér í vil
Fram leiðir 2-1 í hálfleik eftir að Valur hafði komist yfir snemma leiks.
Enn er markalaust í HK gegn Grindavík/Njarðvík og Fylki gegn Fram.
Við minnum á að við klárum útsendinguna í Garðabæ áður en við beinum sjónum okkar að Laugardalnum.
Framlenging
Það leit allt út fyrir að Tindastóll hefði haft betur gegn Stjörnunni og væri komið í 8-liða úrslit.
Katherine Grace Pettet kom gestunum frá Sauðárkróki yfir. Þegar öll von virtist úti fyrir Garðbæinga jafnaði Snædís María Jörundsdóttir leikinn í uppbótartíma.
Fjörið farið af stað
Seinni hálfleikur í Garðabænum er farinn af stað. Þar leita liðin að fyrsta marki leiksins. Það er næsta víst að leikurinn mun opnast þegar það kemur.
Þá eru leikir HK - Grindavík/Njarðvík, Fram - Valur og Fylkir - FH farnir af stað.
Valur er strax kominn yfir en Nadía Atladóttir skoraði eftir þrjár mínútur.
Markalaust í hálfleik
Staðan er 0-0 í hálfleik í Garðabænum hjá Stjörnunni og Tindastól. Eyrún Embla Hjartardóttir átti hættulegasta skot leiksins fyrir heimakonur en Genevieve varði vel í marki Tindastóls.
Jana Sól Valdimarsdóttir nældi sér í gult spjald um miðjan hálfleikinn.
Sprækir Þróttarar taka á móti Víking
Seinasti leikur dagsins er svo Bestu deildar slagur þar sem Þróttur tekur á móti Víkingi. Bæði lið hafa átt sín bikarævintýri síðustu ár. Víkingur varð bikarmeistari á ævintýralegan máta 2023 þegar liðið var í næstefstu deild.
Árið 2021 fór Þróttur alla leið í bikarúrslit gegn Breiðablik en mátti þola tap.
Þróttarar hafa farið vel af stað í Bestu deildinni í ár og eru í þriðja sæti með 13 stig - jafnmörg og Breiðablik og FH sem eru í efstu tveimur sætunum.
Víkingar voru nýliðar í fyrra og náðu þriðja sætinu. Þær hafa hins vegar ekki farið jafn vel af stað í ár og eru með þrjú stig að fimm leikjum loknum.
Leikur liðanna hefst 19:30, eða beint að leik Stjörnunnar og Tindastóls loknum. Ef við förum í framlengingu eða vítaspyrnukeppni þá klárast sú útsending útskert.
Hvað er fram undan?
HK - Grindavík/Njarðvík, Fram - Valur og Fylkir - FH mætast klukkan 18:00.
HK og sameinað lið Grindavíkur/Njarðvíkur eru bæði í Lengjudeild. HK hefur unnið báða leiki sína og er í 2. sæti með sex stig. Grindavík/Njarðvík er í 5. sæti með þrjú stig eftir tvo leiki.
Grindavík/Njarðvík vann ÍA og Keflavík á leið sinn í 16-liða úrslit en HK vann Aftureldingu og Hauka.
Fram - Valur
Í Úlfarsárdal er Bestu deildar slagur er Fram tekur á móti Val. Fram er nýliði í efstu deild.
Valsarar eru ríkjandi bikarmeistarar og ætla sér eflaust alla leið í ár. Bæði lið eru að koma inn í bikarkeppnina núna, líkt og Bestu deildar liðin fá að gera.
Fylkir - FH
Lið Fylkis leikur í næstefstu deild og tekur á móti Bestu deildar liði FH. Fylkir vann Fjölni 0-5 í 2. umferð.
FH hefur farið vel af stað í deildinni og er í öðru sæti, með 13 stig eftir fimm umferðir. Einungis markatalan skilur að toppliðin þrjú en Breiðablik er í 1. sæti og Þróttur í 3. sæti.
Fylkir er í efsta sæti Lengjudeildar eftir að hafa unnið báða leiki sína.
Leikurinn er hafinn!
Við erum farin af stað í Garðabæ. Stjarnan sækir í átt að læknum og Tindastóll í átt að Hagkaup.
Viðtöl við þjálfarana
Viðtöl við Jóhannes Karl Sigursteinsson þjálfara Stjörnunnar og Donna, Halldór Jón Sigurðsson, þjálfara Tindastóls fyrir leik. Edda Sif Pálsdótti er á svæðinu og tók viðtölin.
Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson lýsir.
Jóhannes Karl:
Donni:
Byrjum á Bestu deildar slag
Verið hjartanlega velkomin í þessa bikarvakt. Hér fylgjumst við með gangi mála í fimm leikjum er 16-liða úrslitin klárast.
Við byrjum á leik Stjörnunnar gegn Tindastól en bæði liðin eru í Bestu deild kvenna. Hann er í beinni útsendingu á RÚV 2 og hefst klukkan 17:00.
Stjarnan er með sex stig eftir fimm leiki og Tindastóll þrjú.
Liðin mættust á Sauðárkróki nýlega en Stjarnan vann 1-2 sigur.
Þróttur Reykjavík mætir Víking Reykjavík í öðrum Bestu deildarslag. Hann er einnig í beinni útsendingu klukkan 19:30.
Að seinni leiknum loknum er Bikarkvöld á dagskrá. Þar sýnum við öll mörkin og helstu atvik úr leikjunum átta.
Í gær komust Þór/KA, Breiðablik og ÍBV í 8-liða úrslit. Mörkin úr þeim leikjum má sjá hér að neðan