Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson urðu naumlega af þýska meistaratitlinum í handbolta í dag með liði sínu Magdeburg. Magdeburg sótti Bietigheim heim í lokaumferðinni og varð að vinna leikinn og treysta á að Füchse Berlín tapaði fyrir Rhein-Neckar Löwen. Magdeburg gerði sitt þrátt fyrir að Gísli Þorgeir væri frá vegna meiðsla. Ómar Ingi var öflugur og skoraði sex mörk í stórsigri Magdeburg, 35-25. Það dugði þó ekki til því á sama tíma vann Füchse Berlín fimm marka útisigur á Rhein-Neckar Löwen, 38-33. Berlínarliðið endaði því með einu stigi meira en Magdeburg og Füchse Berlín varð því þýskur meistari í handbolta í fyrsta sinn.
Füchse Berlin fagnar meistaratitlinum í dag.IMAGO / Beautiful Sports