8. júní 2025 kl. 15:55
Íþróttir
Handbolti

Füchse Berlín þýskur meistari í fyrsta sinn

Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson urðu naumlega af þýska meistaratitlinum í handbolta í dag með liði sínu Magdeburg. Magdeburg sótti Bietigheim heim í lokaumferðinni og varð að vinna leikinn og treysta á að Füchse Berlín tapaði fyrir Rhein-Neckar Löwen. Magdeburg gerði sitt þrátt fyrir að Gísli Þorgeir væri frá vegna meiðsla. Ómar Ingi var öflugur og skoraði sex mörk í stórsigri Magdeburg, 35-25. Það dugði þó ekki til því á sama tíma vann Füchse Berlín fimm marka útisigur á Rhein-Neckar Löwen, 38-33. Berlínarliðið endaði því með einu stigi meira en Magdeburg og Füchse Berlín varð því þýskur meistari í handbolta í fyrsta sinn.

Handball-Bundesliga, DAIKIN HBL, Rhein-Neckar Löwen - Füchse Berlin; 08.06.2025 Die Mannschaft der Füchse Berlin jubelt gemeinsam nach dem Gewinn der Deutschen Meisterschaft 2025 in der SAP Arena. die Spieler halten die Meisterschale. DAIKIN HBL 2024 25, Rhein-Neckar Löwen gegen Füchse Berlin, am 08.06.2025 in der SAP-Arena in Mannheim. DAIKIN HBL 2024 25, Rhein-Neckar Löwen gegen Füchse Berlin, am 08.06.2025 in der SAP-Arena in Mannheim. *** 1 Handball Bundesliga, DAIKIN HBL, Rhein Neckar Löwen Füchse Berlin 08 06 2025 The Füchse Berlin team celebrates together after winning the German Championship 2025 in the SAP Arena the players hold the championship trophy DAIKIN HBL 2024 25, Rhein Neckar Löwen against Füchse Berlin, on 08 06 2025 in the SAP Arena in Mannheim DAIKIN HBL 2024 25, Rhein Neckar Löwen against Füchse Berlin, on 08 06 2025 in the SAP Arena in Mannheim Copyright: xBEAUTIFULxSPORTS Gelhardtx
Füchse Berlin fagnar meistaratitlinum í dag.IMAGO / Beautiful Sports