Feðgin best í bogfimi á landinu
Bogfimisamband Íslands valdi á dögunum bogfimikonu ársins og bogfimimann ársins 2022. Það vill svo skemmtilega til að það eru feðgin. Þau Alfreð Birgisson og Anna María Alfreðsdóttir. Þau búa á Akureyri og keppa undir merki íþróttafélagsins Akurs.