13. mars 2023 kl. 1:50
Menning og dægurmál

Tíðindalaust á vesturvígstöðvunum besta erlenda kvikmyndin

Þýska kvikmyndin Tíðindalaust á vesturvígstöðvunum var valin besta erlenda kvikmyndin og James Friend hlaut verðlaun fyrir kvikmyndatöku hennar. Myndin, sem byggir á næstum aldargamalli bók Erich Maria Remarque, hefur þar með hlotið tvenn af þeim níu verðlaunum sem hún hlaut tilnefningar til.