Athugið að þessi frétt er meira en 2 ára gömul

Setning Barnamenningarhátíðar 2023

Júlía Margrét Einarsdóttir

Þessum viðburði er lokið og því hefur streymið verið fjarlægt.

Barnamenningarhátíð er sett í dag og er setningarhátíðin í beinni útsendingu á RÚV. Leiðarljós hátíðarinnar er gæði, margbreytileiki, jafnræði og gott aðgengi að menningu barna, með börnum og fyrir börn.

Vettvangur hátíðarinnar er borgin öll og fara fjölbreyttir viðburðir fram í grunnskólum, leikskólum, frístundamiðstöðvum, menningarstofnunum, listaskólum og víðar. Barnamenningarhátíðin rúmar allar listgreinar fyrir börn og fjölskyldur þeirra.

Barnamenningarhátíð er ein af megin þátttökuhátíðum borgarinnar. Hátíðin er skipulögð af viðburðardeild borgarinnar og verkefnastjóra barnamenningar.