Friður er málið
Í samtali við Ástrósu Evu Einarsdóttur, unga fréttakonu KrakkaRÚV, segir Harpa Rut Barnamenningarhátíð í Reykjavík vera gífurlega mikilvæga. Þetta sé frábær vettvangur fyrir börn að njóta menningar og skapa hana. Í ár var friður þema hátíðarinnar sem Harpa segir að sé mörgum ofarlega í huga í kjölfar innrásar Rússa inn í Úkraínu.