Þurfa ekki að eiga hest til að stunda hestamennsku
Starfið hjá hestamannafélaginu Neista á Blönduósi dalaði svolítið í Covid. Til að rífa það í gang aftur og fjölga nýjum iðkendum var gripið á það ráð í vetur að vera með félagshesthús. Neisti fékk lánaða nokkra hesta frá Íslandshestum sem fólk, sem ekki hefur annars aðgang að hestum, getur fengið að ríða út á.
Landinn forvitnaðist um þetta og kíkti á afmælissýningu hestamannafélagsins Neista en félagið fagnar 80 ára afmæli um þessar mundir.