Athugið að þessi frétt er meira en 1 árs gömul

Brúðusýning í húsbíl

Leiksýningin Heimferð í húsbíl ber sannarlega nafn með rentu því leikhópurinn Handbendi hefur breytt húsbíl í pínulítið leikhús sem rúmar aðeins átta áhorfendur. Sýningin var hluti af Barnamenningarhátíð 2023 og Vilhjálmur Árni, ungur fréttamaður KrakkaRÚV, kíkti í húsbílinn og heyrði í Handbendi.