Athugið að þessi frétt er meira en 1 árs gömul

Seiglurnar á leið til Manhattan

Þórgunnur Oddsdóttir

Siglingaklúbburinn Segilurnar varð til fyrir tveimur árum þegar hópur kvenna tók sig til og sigldi hringinn í kringum landið, á seglskútu, til að vekja athygli á umhverfsimálum og hvetja konur til að stunda siglingar.

Siglingin vakti verðskuldaða athygli og nú er komið að næsta verkefni Seiglanna. Siglingaklúbbum kvenna um allan heim hefur verið boðið að taka þátt í siglingakeppninni Lady Liberty Regatta 2023 sem verður haldin í New York höfn í september og Seiglurnar eru í þeim hópi.