Að gefa plöntur skapar frið
„Þetta er auðvitað stór hugmynd að gefa einhverjum blóm og vonast til með því að eftir það verðið þið vinir frekar en óvinir. En auðvitað er það frábært ef það virkar. Eitt af því sem ég er að vinna með hér er hvernig við erum alltaf að stjórnast með gróður og plöntur og ákveða hvað vex hvar og hvað gerist ef við hættum því og leyfum öllu að vera villt aftur.“
Þetta segir Katrín Elvarsdóttir ljósmyndari og myndlistarkona sem sýnir verk sín núna í Berg Contemporary við Klapparstíg en þar má sjá myndir hennar af kirsuberjatrjám sem finna má í Styttugarðinum svokallaða sem er eitt horn Hljómskálagarðsins við tjörnina. Rætt var við Katrínu Elvarsdóttur í Víðsjá og hér fyrir ofan má heyra viðtalið.