Þarf ekki lengur 50 fermetra skrifstofu
„Ég var að flytja í Stykkishólm og vantaði vinnuasðstöðu,“ segir Þorsteinn Már Ragnarsson starfsmaður Landmótunar. Hann var sá fyrsti til að tryggja sér fast skrifstofupláss á nýju skrifstofuhóteli Regus í Stykkishólmi. Þorsteinn og kona hans er bæði af Snæfellsnesi og höfðu áhuga á að flytja heim. Þorsteinn hafði tök á að taka starfið með sér.
„Regus er alþjóðleg skrifstofukeðja sem býður upp á aðstöðu út um allan heim,“ segir Erna Karla Guðjónsdóttir, hjá Regus. „Fólk getur leigt skrifborð eða heilar skrifstofur og við bjóðum upp á fullbúin fundarherbergi, kaffistofu og alla aðstöðu. Viðskiptavinir okkar eru allt frá einyrkjum upp í stórfyrirtæki. Þróunin er sú að fólk þarf ekki lengur 50 fermetra skrifstofur. Fólk þarf borð og nettengingu og ekki endilega alltaf á sama stað,“ segir Erna.