Athugið að þessi frétt er meira en 1 árs gömul

Ógeðfelldir og ójólalegir glæpir gerðir að metsöluvöru

Anna María Björnsdóttir

Enn ein jólin nálgast, hátíð sem á það til að draga fram það versta í fólki. Græðgi, jólapeysur, bjórsmökkun og morð. Undanfarin ár hefur morðalda gert vart við sig í jólabókaflóðinu þar sem sífellt fleiri gera ójólalega glæpi að metsöluvöru sem Íslendingar tæta í sig af áfergju.

Berglind Festival fór á stúfana í Vikunni með Gísla Marteini til að komast að því hvers vegna annar hver Íslendingur sé orðinn metsöluhöfundur í flokki glæpasagna, hvernig þeim dettur allur þessi viðbjóður í hug og hvers vegna allt þurfi að vera svona dularfullt.

Hún neitaði að hlusta á svör Dan Browns, metsöluhöfundar Da Vinci lykilsins, en ræddi við glæpasagnahöfundinn Yrsu Sigurðardóttur og bóksalann Ingibjörgu Iðu Auðunardóttur.