Bashar Murad og Pollapönk vilja fordóma burt
Hatur og neikvæðni hefur litað samfélagsumræðu síðustu vikuna. Tíu ár eru liðin frá því að Ísland sendi hljómsveitina Pollapönk í Eurovision með þeim skilaboðum að fordómar eigi ekki að líðast. Þeim þótti því rétt að rifja upp þau skilaboð með Bashar Murad og Einari Stefánssyni í Vikunni með Gísla Marteini.
Bashar Murad hafnaði í öðru sæti í Söngvakeppninni á RÚV með laginu Wild West en Hera Björk bar sigur úr býtum með laginu Scared of Hights.
Vikuna með Gísla Marteini má finna í spilaranum hér að ofan.