Athugið að þessi frétt er meira en 1 árs gömul

Bashar Murad og Pollapönk vilja fordóma burt

Anna María Björnsdóttir

Hatur og neikvæðni hefur litað samfélagsumræðu síðustu vikuna. Tíu ár eru liðin frá því að Ísland sendi hljómsveitina Pollapönk í Eurovision með þeim skilaboðum að fordómar eigi ekki að líðast. Þeim þótti því rétt að rifja upp þau skilaboð með Bashar Murad og Einari Stefánssyni í Vikunni með Gísla Marteini.

Bashar Murad hafnaði í öðru sæti í Söngvakeppninni á RÚV með laginu Wild West en Hera Björk bar sigur úr býtum með laginu Scared of Hights.

Vikuna með Gísla Marteini má finna í spilaranum hér að ofan.