Fánasmánun algengt vandamál í íslensku samfélagi
Berglind Festival fór á stúfana í Vikunni með Gísla Marteini og kynnti sér fánalög. Íslenska þjóðfánann þekkjum við flest. Hann var fyrst kynntur 1906 og um hann gilda sérstök fánalög. Samkvæmt þeim má fáninn til dæmis ekki snerta jörðina, það þarf að brjóta hann saman eftir ákveðnum reglum og það er stranglega bannað að óvirða hann í orði eða verki.
Er þessum fánalögum framfylgt? Berglind Festival kannaði málið.