Þarf alltaf að vera grín?
Þríeykið heldur úti gríðarlega vinsælu hlaðvarpi undir heitinu „Þarf alltaf að vera grín?“ og þar grínast þau úr hljóðveri í Hveragerði að lágmarki tvisvar í viku. Í dag er hlaðvarpsgrínið þeirra aðalstarf og þau hafa meria að segja fært út kvíarnar og sett sitt grín á svið, meira að segja í Hörpu þar sem þau troðfylltu Eldborgarsalinn.