Athugið að þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul

Samantekt
Menningarefni

Arnhildur Pálmadóttir hlýtur Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs

Norðurlandaráð veitti árleg verðlaun til þess að vekja athygli á bókmenntum, tungumálum, tónlist og kvikmyndum Norðurlandanna ásamt nýsköpun á sviði umhverfismála. Vinningshafar voru kynntir í þætti sem var sýndur samtímis á öllum Norðurlöndum.

Júlía Margrét Einarsdóttir

,
22. október 2024 kl. 20:44

Verðlaunaafhendingu 2024 er lokið

Verðlaunahafar að þessu sinni voru:

Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs:
Niels Fredrik Dahl fyrir Fars rygg.

Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs:
Dag Johan Haugerud fyrir Sex.

Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs:
Rune Glerup fyrir Om lys og lethed

Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs:
Arnhildur Pálmadóttir arkitekt

Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs:
Jakob Martin Strid fyrir Den Fantastiske bus.

Menningarvefur óskar tilnefndum og verðlaunahöfum innilega til hamingju og þakkar fyrir samfylgdina.

22. október 2024 kl. 20:37 – uppfært

Niels Fredrik Dahl fær bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir Fars rygg

Niels Fredrik Dahl frá Noregi hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir bókina Fars rygg.

Niels Fredrik Dahl
RÚV

Í umsögn segir:

Óviðjafnanlegir hæfileikar til myndsköpunar er eitt af því sem einkennir texta höfundarins. Grípandi skáldsaga þar sem einstakar og brothættar upplifanir eru keyrðar áfram af löngun til að skilja, og varpa ljósi á mannkynssöguna.

Önnur sem tilnefnd voru:

Helle Helle frá Danmörku fyrir Hafni Forteller

„Róttæk, tilraunakennd og algjörlega taumlaus saga um hrun, lífsvilja, firringu, frelsi, sektarkennd og skömm“

Theis Ørntoft frá Danmörku fyrir JordisK

„Allar persónur bókarinnar líða fyrir það á sinn hátt að vera manneskjur. Höfundur skrifar um þær af áhuga jafnvel þótt þær hafi bara áhuga á sjálfum sér.

Eva-Stina Byggmästar frá Finnlandi fyrir Vill du kyssa en rebell

„Tilkomumikið verk sem býður dauðanum birginn. Í þessari ljóðabók lýsir höfundur hamingjusamri og alltumlykjandi ást. Útkoman er róttæk og full af eldmóði.“

Laura Lindstedt og Sinikka Vuola frá Finnlandi fyrir 101 Tapaa tappaa Aviomnes

„Útkoman er kostulega gáfulegur, óvæntur, hjartnæmur, skemmtilegur og fjölbreytilegur kokteill í ljóðabók þar sem höfundar nýta sér ýmis tilbrigði.

Kim Simonsen frá Færeyjum fyrir Lívfrødilega samansetingin í einum dropa av havvatni minnir um blóðið í mínum æðrum

„Í þessari stílhreinu ljóðabók fjallar höfundur um sorgina eftir föðurmissi. Bókin er samkvæm sjálfri sér, snjöll og ljóðræn.“

Anna María Bogadóttir frá Íslandi fyrir Jarðsetningu

„Með frumlegum texta og heillandi myndefni text höfundi að brúa bilið á milli arkitektúr og bókmennta. Jarðsetning er ekki aðeins saga af húsi heldur er hún þroskasaga höfundar og í þeim skilningi margslungin sjálfsævisaga.“

Kristín Eiríksdóttir frá Íslandi fyrir Tól.

„Glæsilega fléttuð frásögn sem ristir djúpt í greiningum á mannlífi. Verkið ögrar vinsælum hugmyndum um rétthugsun, skáldskap, og málfrelsi.“

Maria Navarro Skarange frá Noregi fyrir Jeg plystrer i den mørke vinden

„Skáldsaga sem er bæði hjartnæm og hlægileg í senn. Þýðingarmikið verk sem fjallar um kerfislæga fátækt og hefur margt að segja um skáldsagnarlistina.“

Fredrik Prost frá samíska málsvæðinu fyrir Leŋges hearggi Sáhčal fatnasa

„Sannkölluð perla sem vekur lesandann til umhugsunar um hver eigi tilkall til þess að stjórna menningararfi Sama hvort sem um er að ræða áþreifanlega eða óáþreifanlega þætti.“

Gunnar Harding frá Svíþjóð fyrir Minnen från glömskans städer

„Aðdáunarvert ljóðasafn sem byggir á áralangri reynslu höfundar í ljóðlist. Bókin er skrifuð í fáguðum og aðdáunarverðum stíl.“

Johan Jönsson frá Svíþjóð fyrir Nollamorfa

„Jönsson lætur tungumál hins heilabilaða einstaklings og sunduralausar minningar hasn bergmála í textanum. Tekst frábærlega að dýpka mörg af sínum algengustu þemum.“

Mikeala Nyman frá Álandseyjum fyrir “För att ta sig ur en rivström måste man röre sig i sidled”

„Ljóðræn rannsókn á flóknu eðli tilverunnar. Höfundur skrifar á einstakan hátt svo textinn lifnar við á magnaðan myndrænan máta.“

22. október 2024 kl. 20:23

Dag Johan Haugerud hlýtur kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir Sex

Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs voru fyrst veitt við hátíðlega athöfn árið 2002 í tilefni af fimmtíu ára afmæli norðurlandaráðs. Kvikmyndahefð á norðurlöndunum er eitt sterkasta hreyfiaflið í að koma tungumálum okkar og sögum á framfæri á heimsvísu. Verðlaunin að þessu sinni hlýtur:

Sex frá Noregi í leikstjórn Dag Johan Haugerud.

Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2024
RÚV

Aðrar sem tilnefndar voru:

  • Min arv bor i dig frá Danmörku í leikstjórn Roja Pakari og Emilie Adelina Monies
  • Fallen leaves frá Finnlandi í leikstjórn Aki Kaurismäki
  • Twice Colonized frá Grænlandi í leikstjórn Lin Alluna
  • Snerting frá Íslandi í leikstjórn Baltasars Kormáks
  • Passage frá Svíþjóð í leikstjórn Levan Akin
22. október 2024 kl. 20:12

Rune Glerup hlýtur tónlistarverðlaunin fyrir Om lys og lethed

Rune Glerup
RÚV

Rune Glerup frá Danmörku fær tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs að þessu sinni fyrir Om lys og lethed.

Í umsögn segir:

Einstakur og fallegur fiðlukonsert sem hefur alla burði til að verða sígildur á meðal verka fyrir sinfóníuhljómsveit

Önnur sem tilnefnd voru:

Jonas Struck frá Danmörku fyrir Apolonia Apolinia

„Tónlist við kvikmyndina Apolonia Apolonia þar sem handbragð tónlistarinnar skín skært í bæði raftónlist og órafmagnaðri tónlist.“

Cecilia Danström frá Finnlandi fyrir Extinctions

„Hún hefur skapað sér nafn sem fjölhæft tónskáld. Hún skapar hér fágað og heillandi verk þar sem hún nýtir möguleika sinfóníuhljómsveitarinnar til hins ítrasta.“

Linda Frederiksson frá Finnlandi fyrir Juniper

„Á sinni fyrstu einleiksplötu fer hán inn á viðkvæmar og persónulegar brautir bæði sem tónskáld og flytjandi. Útkoman er brothætt en á sama tíma kraftmikil.“

Tróndur Bogason frá Færeyjum fyrir Symfoni nr 1 og 2 Sólárið

„Tróndur er eitt hæfileikaríkasta tónskáld Færeyja og skapar hér marglaga og fágað sinfónískt verk á snilldarlegan hátt.“

Laufey frá Íslandi fyrir Bewitched

„Laufey hefur hrifið heimsbyggðina með tónlist þar sem djasshefð eftirstríðsáranna er sett í nútímabúning á áreynslulausan hátt. Röddin er tímalaus, djúp og seiðandi.“

Hugi Guðmundsson frá Íslandi fyrir Guðspjall Maríu

„Í þessari óratoríu er lífi blásið í löngu gleymt guðspjallsem ögrar viðteknum hugmyndum. Þetta er frásögn af kúgun kvenna og feðraveldinu, saga sem mikilvægt er að segja.“

Anne Hytta frá Noregi fyrir Bridge

„Hrífandi verk þar sem tónskáldið umbreytir eiginleikum fiðlunnar á snilldarlegan hátt. Frumleg nálgun sem Anne útfærir einstaklega vel.“

Tyler Footrell frá Noregi fyrir Stabat mater

„Sérlega sterkt verk sem hreyfir við okkur á einstakan hátt. Sú botnlausa angist sem fylgir barnsmissi lætur engan ósnortinn. Verkið hrífur hlustandann með sér.“

Anders Hillborg frá Svíþjóð fyrir Cellokonsert

„Tónskáldið skapar heildstæðan konsert sem fær hlustendur til að staldra við og gleyma sér algjörlega.“

Sara Parkman og Hampur Norén frá Svíþjóð fyrir Eros Agape Filia

„Í verkinu sjáum við ástina frá þremur sjónarhornum erótík, heilagleika og djúpri vináttu. Tónlistin mótast lipurlega eftir ljóðrænum textunum, í senn örlagaþrungin og angurvær.“

Peter Lång frá Álandseyjum fyrir Luft

„Luft kannar mörkin á milli tækni, vísinda og tónlistar. Höfundur sýnir okkur nýjar leiðir til að upplifa og skilja heiminn í kringum okkur á byltingarkenndan hátt.“

22. október 2024 kl. 20:02 – uppfært

Arnhildur Pálmadóttir arkitek hlýtur Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs

Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs hafa verið veitt frá árinu 1995. Þemað í ár er sjálfbær byggingariðnaður. Náttúran og umhverfið eru órjúfanlegur hluti af tilveru okkar hér á norðurlöndunum. Sjálfbær byggingariðnaður er hluti af því að beisla kraft náttúrunnar á sem ábyrgastan hátt í sátt við umhverfið.

Arnhildur Pálmadóttir
RÚV

Verðlaunin í ár hlýtur Arnhildur Pálmadóttir arkitekt frá Íslandi.

Í umsögn segir:

Arnhildur er tilnefnd fyrir frumkvöðlahugsun sína og þverfaglega nálgun sem stuðlar að breytingum þegar kemur að borgarskipulagi, arkitektúr og byggingarstarfsemi. Í verkefnum sínum leggur hún mikið upp úr endurnýtingu byggingarefnis og sjálfbærni.

Önnur sem tilnefnd voru

Löfbacka Traditionsbygg AB frá Álandseyjum

„Fyrirtækið sérhæfir sig í sjálfbærri byggingarstarfsemi á smáum skala, húsavernd og vistvænum byggingariðnaði.“

ETC BYGG frá Svíþjóð

„Fyrirtækið reisir inngildandi og loftslagsvænt leiguhúsnæði og kostnaðarhagkvæm smáhýsi. Það er óhagnaðardrifið og hugað að félagslegri, efnahagslegri og umhverfislegri sjálfbærni.“

Henning Larse frá Færeyjum og Róðrafélagi Klaksvíkur

„Húsnæði Róðrafélags Klaksvíkurer bygging þar sem náttúran er vernduð og færeyskur menningararfur efldur. Húsnæði félagsins er dæmi um hvernig samþætt hönnun getur aukað bæði samfélagið og umhverfið.“

Liisa Akimof frá Finnlandi

„Lestarstöðin Hoplax og umhverfi hennar í Helsingfors er dæmi um hringrásarlausn sem bætir umhverfi í byggð, eykur sjálfbærni og er öðrum hvatning.“

Living places Copenhagen frá Danmörku

„Verkefnið sýnir að hægt er að byggja samfélagsmiðuð heimili með lágt kolefnisspor sem stenst verðsamanburð við sérbýli og raðhús.“

Gaia Arkitekter frá Noregi

„Þau leggja áherslu á vistvæn samfélög umfram einfaldan vistvænan byggingariðnað. Nálgun þeirra felst í að endurhugsa og innleiða nýjungar í endurnýjun bygginga.“

Húsnæðisfélagið Iserit A/S frá Grænlandi

„Fyrsta sjálfbærnivottaða byggingarfélagið á Grænlandi stendur á bak við athyglisverðar framkvæmdir þar sem hver einasti þáttur uppbyggingarferlis hefur verið endurhugsaður og gerður umhverfisvænni.“

22. október 2024 kl. 19:48 – uppfært

Jakob Martin Strid hlýtur barna- og unglingabókaverðlaunin fyrir Den fantastiske bus

Barna og unglingabókaverðlaun Norðurlandaráðs voru veitt í tólfta skipti og þau hlaut Jakob Martin Strid frá Danmörku fyrir bókina Den fanstaskiske bus.

Barna- og unglingabókaverðlaun Norðurlandaráðs
Verðlaun Norðurlandaráðs / Norðurlandaráðs

Um bókina segir:

Stórfengleg saga um mikilvægi hugmyndaflugs og samstöðunnar sem fer beint inn í hjörtu lesenda. Meistaraverk sem er engu líkt og skrifað af einstakri næmni.

Önnur sem tilnefnd voru:

Zenia Johnsen og Signe Parkins fyrir bókina PER

„Meistaraverk um líf og dauða. Marglaga og gjöfult verk um efni sem er óvægið og hrátt, og nánast ómögulegt að koma orðum að.“

Laura Lähteenmäki fyrir bókina Laske, salaa, kymmenen

„Skáldsaga fyrir börn um vináttu á milli stúlkna og þær breytingar sem fylgja auknum þroska sem erfitt getur reynst að sætta sig við. Bókin er vel skrifuð og fjalla um sumar á mörkum bernsku unglingsára.“

Malin Klingenberg og Maria fyrir bókina Sann: Skelett

„Höfundar takast á við hin tilvistarlegu stef frásagnarinnar af mikilli færni og næmleika. Hin djúpa alvara textans er krydduð með hlýrri og leikandi kímni á grípandi hátt.“

Rakel Helmsdal fyrir bókina Toran Gongur

„Myndabókin varpar ljósi á ýmis vandamál í nútímasamfélagi og ástand heimsins í dag. Bókin er ríkulega myndskreytt og áhrifamiklar myndirnar eru afrakstur vandaðrar vinnu Helmsdal.“

Christian Rex fyrir bókina Manguaraq

„Endursögn sögunnar um Manguaraq í myndasöguformi fyrir börn og ungmenni. Þessi þekkta grænlenska saga á fullt erindi við samtímann. Ekki síst þegar litið er til heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda.“

Hildur Knútsdóttir fyrir bókina Hrím

„vÆvintýraleg þroskasaga ungrar stúlku sem berst fyrir lífi sínu í köldu og harðneskjulegu landslagi sem mannfólkið deilir með risadýrum. Þetta er mikilvæg saga sem sýnir á kröftugan og spennandi hátt viðkvæmt samband manneskjunnar við náttúruna. Talar þannig fyrir sjónarmiðum umhverfisverndar.“

Tómas Zoega og Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir fyrir bókina Skrímslavinafélagið

„Sagan fjallar um vináttu og flækjurnar sem verða þegar tvíeyki verður að þríeyki, að vera útundan eða fá að vera með. Hún opnar á samtal um ákvarðanir í daglegu lífi barna og hvernig taka megi ábyrgð á gjörðum sínum.“

Ingvid Bjarkeland fyrir bókina Udyr

„Sagan varpar ljósi á afleiðingar stríðs og sýnir okkur skelfinguna og valdaleysið sem fólk á flótta upplifir. Þetta er líka hlý frásögn af bróður sem gerir allt sem hann getur til að hjálpa systur sinni á meðan heimurinn í kringum þau liðast í sundur.“

María Parr og Åshild Irgens fyrir bókina Oskar og eg

„Í sögunni bregðast börn við ýmsum hliðum lífsins og áskorunum þess. Í sögunni eru tilfinningar, hugleiðingar og athuganir í lífi barns í forgrunni.“

Saia Stueng fyrir bókina Hamburgerprinsessa Ellá dusse oktii

„Unglingabók sem ögrar samísku samfélagi með því að takast á við erfið en kunnugleg viðfangsefni á borð við átraskanir, sjálfshatur, samkynja ást, áföll, kynferðisofbeldi og stafrænt einelti.“

Viveka Sjögran fyrir bókina Någons bror

„Myndabók um börn og ungmenni sem á einn eða annan hátt verða fyrir barðinu á ofbeldi glæpagengja. Höfundur sýnir að ef vandað er til verka geta börn tekist á við erfið viðfangsefni og unnið úr þeim.“

Alex Khouri fyrir bókina Bror

„Unglingabók sem varpar lesendum lóðbeint inn í eitt allra brýnasta vandamálið í sænsku samfélagi, starfsemi glæpagengja með tilheyrandi ofbeldi og skotárásum þar sem meðalaldur hlutaðeigenda verður sífellt lægri“

Fredrick Sonck og Jenny Lucande fyrir bókina Freja och huggormen

„Myndabók sem fjallar um dauðann, réttindi dýra og vald mannfólksins yfir náttúrunni. Þetta er einstök hversdagssaga um mannlega tilvist sem er sögð frá sjónarhóli barns og er prýdd listilegum myndum sem fjalla vel að frásögninni.“

22. október 2024 kl. 19:28

Tilnefnd eru

Hér má sjá þau sem tilnefnd eru í öllum flokkum.

Tilnefnd til Norðurlandaráðsverðlauna 2024
Norðurlandaráð

Barna- og unglingabókaverðlaunin:

  • Zenia Johnsen og Signe Parkins fyrir bókina PER
  • Jakob Martin Strid fyrir bókina Den fantastiske bus
  • Laura Lähteenmäki fyrir bókina Laske, salaa, kymmenen
  • Malin Klingenberg og Maria fyrir bókina Sann: Skelett
  • Rakel Helmsdal fyrir bókina Toran Gongur
  • Christian Rex fyrir bókina Manguaraq
  • Hildur Knútsdóttir fyrir bókina Hrím
  • Tómas Zoega og Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir fyrir bókina Skrímslavinafélagið
  • Ingvid Bjarkeland fyrir bókina Udyr
  • María Parr og Åshild Irgens fyrir bókina Oskar og eg
  • Saia Stueng fyrir bókina Hamburgerprinsessa Ellá dusse oktii
  • Viveka Sjögran fyrir bókina Någons bror
  • Alex Khouri fyrir bókina Bror
  • Fredrick Sonck og Jenny Lucande fyrir bókina Freja och huggormen

Umhverfisverðlaun

  • Arnhildur Pálmadóttir arkitekt frá Íslandi
  • Löfbacka Traditionsbygg AB frá Álandseyjum
  • ETC BYGG frá Svíþjóð
  • Henning Larse frá Færeyjum og Róðrafélagi Klaksvíkur
  • Liisa Akimof frá Finnlandi
  • Living places Copenhagen frá Danmörku
  • Gaia Arkitekter frá Noregi
  • Húsnæðisfélagið Iserit A/S frá Grænlandi

Tónlistarverðlaun

  • Jonas Struck frá Danmörku fyrir Apolonia Apolinia
  • Rune Glerup frá Danmörku fyrir Om lys og lethed
  • Cecilia Danström frá Finnlandi fyrir Extinctions
  • Linda Frederiksson frá Finnlandi fyrir Juniper
  • Tróndur Bogason frá Færeyjum fyrir Symfoni nr 1 og 2 Sólárið
  • Laufey frá Íslandi fyrir Bewitched
  • Hugi Guðmundsson frá Íslandi fyrir Guðspjall Maríu
  • Anne Hytta frá Noregi fyrir Bridge
  • Tyler Footrell frá Noregi fyrir Stabat mater
  • Anders Hillborg frá Svíþjóð fyrir Cellokonsert
  • Sara Parkman og Hampur Norén frá Svíþjóð fyrir Eros Agape Filia
  • Peter Lång frá Álandseyjum fyrir Luft

Kvikmyndaverðlaun

  • Min arv bor i dig frá Danmörku í leikstjórn Roja Pakari og Emilie Adelina Monies
  • Fallen leaves frá Finnlandi í leikstjórn Aki Kaurismäki
  • Twice Colonized frá Grænlandi í leikstjórn Lin Alluna
  • Snerting frá Íslandi í leikstjórn Baltasars Kormáks
  • Sex frá Noregi í leikstjórn Dag Johan Haugerud
  • Passage frá Svíþjóð í leikstjórn Levan Akin

Bókmenntaverðlaun

  • Helle Helle frá Danmörku fyri Hafni Forteller
  • Theis Ørntoft frá Danmörku fyrir JordisK
  • Eva-Stina Byggmästar frá Finnlandi fyrir Vill du kyssa en rebell
  • Laura Lindstedt og Sinikka Vuola frá Finnlandi fyrir 101 Tapaa tappaa Aviomnes
  • Kim Simonsen frá Færeyjum fyrir Lívfrødilega samansetingin í einum dropa av havvatni minnir um blóðið í mínum æðrum
  • Anna María Bogadóttir frá Íslandi fyrir Jarðsetningu
  • Kristín Eiríksdóttir frá Íslandi fyrir Tól
  • Niels Fredrik Dahl frá Noregi fyrir Fars rygg
  • Maria Navarro Skarange frá Noregi fyrir Jeg plystrer i den mørke vinden
  • Fredrik Prost frá samíska málsvæðinu fyrir Leŋges hearggi Sáhčal fatnasa
  • Gunnar Harding frá Svíþjóð fyrir Minnen från glömskans städer
  • Johan Jönsson frá Svíþjóð fyrir Nollamorfa
  • Mikeala Nyman frá Álandseyjum fyrir “För att ta sig ur en rivström måste man röre sig i sidled”
22. október 2024 kl. 19:17

Ellefu Íslendingar á meðal tilnefndra

Þeir Íslendingar sem tilnefndir eru í ár eru:

Á ritvellinum

  • Anna María Bogadóttir
  • Kristín Eiríksdóttir
  • Hildur Knútsdóttir
  • Tómas Zoega og Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir

Fyrir tónlist

  • Laufey
  • Hugi Guðmundsson

Fyrir kvikmyndagerð

  • Baltasar Kormákur, Ólafur Jóhann Ólafsson og Agnes Johansen.

Í flokki umhverfisverðlauna

  • Arnhildur Pálmadóttir
22. október 2024 kl. 19:15

Menningarvefur fylgist með

Þátturinn hefst klukkan 19:40 á RÚV og er sýndur á sama tíma um öll Norðurlönd. Í honum er tilkynnt hver hljóta verðlaunin í ár og sigurvegarar eru heimsóttir og teknir tali í sínu heimalandi.

Með umsjón að þessu sinni hefur Unnsteinn Manúel Stefánsson.

Menningarvefur vaktar verðlaunaafhendinguna og greinir hér frá tilnefndum og vinningshöfum kvöldsins.