Leita að sínum rétta kjósanda í nýjum raunveruleikaþætti
Kosningabaráttan er hafin og keppast frambjóðendur um að sigra hug og hjörtu þjóðarinnar. Á föstudaginn fór af stað fyrsti íslenski raunveruleikaþátturinn um kosningar í stjórn Berglindar Festival sem kallast Atkvæðið er blint. Þar eru kjósendur paraðir við frambjóðendur til að sjá hvort atkvæði þeirra séu í raun blind.
Næstu vikur munu þátttakendur fara á blind stefnumót til að kynnast betur og að lokum munu kjósendur velja sinn frambjóðanda. Munu allir frambjóðendur finna sinn rétta kjósanda?
Atkvæðið er blint er liður í Vikunni með Gísla Marteini á RÚV sem finna má í spilaranum fyrir ofan.