Leikhúsið tapar fyrir Netflix
Leikhús getur ekki keppt við Netflix, því þá tapar það, þar sem það er bæði dýrara og leiðinlegra í leikhúsi, segir Pétur Ármannsson, sviðslistamaður.
„Ég held að íslenskt leikhús einkennist pínulítið af náminu sem leikarar og leikstjórar ganga í gegnum. Ég held að það sé mikið um það á Íslandi að leikarar fara inn í leikhúsin og leikarar verða síðan leikstjórar og leikarar verða síðan leikhússtjórar. Það eru svo margar leiðir til þess að búa til leikhús og sviðslistir. Ég held að ef að bakgrunnur þinn og áhugasvið þitt liggur bara í hefðbundnu leikhúsi þá er svolítill fjölbreytileiki sem tapast við það.“