Margverðlaunaður hamskeri stoppar upp hvítabjörn

Amanda Guðrún Bjarnadóttir

Haraldur Ólafsson er mikill keppnismaður og þegar hann lagði kraftlyftingar á hilluna 25 ára sneri hann sér að uppstoppun. Hún hefur átt hug hans allan síðan. Haraldur hefur farið um allan heim og keppt í hamskurði og unnið til fjölmargra verðlauna.

Landinn tók hús á Haraldi þegar hann var að undirbúa sig fyrir Evrópumeistaramót í Salzburg. Þangað var hann að fara með hálfan ref. Fyrir mótið var Haraldur ákveðinn í að þetta yrði það síðasta en þegar heim var komið var henn ekki alltof viss. Hann langaði jafnvel að enda keppnisferilinn á heimsmeistaramóti 2028.

Á meðan hann ákveður sig hefur hann næg verkefni. Hann hefur til að mynda verið að stoppa upp hvítabjörn, sem kom á land á Hvalnesi árið 2016, með sútaranum Lene Zachariassen.